Depositphotos_181664732_xl-2015.jpg

Alhliða eignaumsjón

Dekura hjálpar eigendum fasteigna í skammtímaleigu á Gran Canaria að fá
betri nýtingu, fleiri ánægða gesti og meiri tekjur af eignum sínum.

Viltu auknar tekjur og meiri frítíma?

Við sjáum um allt svo þú þurfir ekki
að gera neitt.

A-Ö heildarþjónusta

 

Skráning og markaðssetning

Við tökum myndir og skráum eignina á markaðssíður eða lagfærum ef hún er þegar skráð. Við leggjum til breytingar og viðbætur á eigninni til að hámarka tekjur og nýtingu.

Samskipti og þjónusta við gesti

Við sjáum um öll samskipti við leigjendur og erum á vaktinni allan sólarhringin ef eitthvað kemur upp á meðan á dvöl þeirra stendur.

Þrif og þvottur

Við þrífum eignina á milli gesta, þvoum rúmföt og handklæði. Við þekkjum mikilvægi þess að upplifun gestsins skiptir öllu máli þess vegna leggjum við ríka áherslu á háa gæðastaðla í þrifum.

 

Rekstrarvörur og lín

Við sjáum fyrir líni, handklæðum og öllum rekstrarvörum, s.s. klósettpappír, sápu og kaffi. osfrv.

Leyfismál

Við sjáum um að skrá eignina til skammtímaleigu að loknu lögfræðilegu mati.

Skipulag á viðhaldi eignar

Við sjáum um minniháttar viðhald, s.s. skipti á ljósaperum og stökkvum til ef eitthvað kemur upp á. Við látum vita ef komið er að meiriháttar viðhaldi, t.d ný húsgögn eða viðgerðir og fáum tilboð frá traustum aðilum.

 

Við erum…

 
social-care (3).png

…persónuleg

Við leggjum ríka áherslu á að veita persónulega og faglega þjónustu, hvort sem það er gagnvart fasteignaeigendum eða gestum þeirra.

puzzles (2).png

…lausnamiðuð

Við sjáum ekki vandamál, heldur lausnir. Við leysum allar áskoranir sem upp koma af yfirvegun og fagmennsku.

24-hours (3).png

…alltaf á vaktinni

Við erum á vaktinni allan sólarhringin og tökum á öllum þeim fyrirspurnum sem gestirnir kunna að hafa, hvort sem það er fyrir leigu, á meðan henni stendur eða að leigu lokinni.

Okkar þóknun

25%

+IGIC af heildartekjum*

Innifalið**

  • Skráning á eign sem vivienda vacacional (kostnaður innifalinn)

  • Samskipti við yfirvöld (skráning gesta)

  • Undirbúningur og markaðssetning

  • Samskipti við gesti

  • Þrif og þvottur

  • Lín, handklæði og rekstrarvörur

  • Skipulag á viðhaldi eignar

*kostnaður vegna þjónustu Dekura er frádráttarbær frá tekjum.

**fyrir 6+ mánaða samninga

Nokkrir af kostum A-Ö heildarþjónustu

 
analytics.png

Virk verðstýring

Við notum sértækan hugbúnað og áralanga reynslu til að stýra verði eignarinnar með það að markmiði að hámarka nýtingu og tekjur.

laptop (1).png

Markaðssetning

Við sjáum um alla markaðssetningu eignarinnar á Airbnb, Booking og Expedia í samráði við eiganda og notum sértækan hugbúnað til að halda utan um allar markaðssíður sem koma í veg fyrir tvíbókanir.

medical-history+(1).png

Gæðastjórnun

Við höfum þróað þjónustuferla og sett upp strangt gæðastjórnunarkerfi sem skilar sér í meiri ánægu og árangri.

Um Dekura

Dekura ehf. er vaxandi fyrirtæki sem var stofnað árið 2014 af þeim Davíð Vilmundarsyni og Davíð Karl Wiium, sem báðir eru lögfræðingar að mennt. Árið 2019, stofnuðu þeir Dekura S. L. á Gran Canaria með Þórunni Jónsdóttur, sem býr á eyjunni og hefur áralanga reynslu af rekstri fyrirtækja.

Dekura teymið samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Við höfum ástríðu fyrir ferðalögum og áhuga á öllu er viðkemur fasteignum, sölu þeirra og útleigu. Við nálgumst þau verkefni sem við tökum að okkur með drífandi metnaði og það að markmiði að skara framúr og hámarka velgengni viðskiptavina okkar.

Algengar spurningar

 

Þarf ég leyfi til að leigja út eignina mína á Gran Canaria til skamms tíma?

Öll útleiga til skamms tíma er skráningarskyld. Við störfum með lögfræðingi á Gran Canaria sem aðstoðar við að skrá gistileyfi (vivienda vacacional) og göngum úr skugga um að eignin uppfylli allt sem þarf til að fá slíkt leyfi áður en umsókn er lögð inn.

 

Hvað kostar að byrja?

Hjá okkur er engin startkostnaður. Þjónusta Dekura er þannig uppsett að við tökum aðeins prósentu af innkomu og því er enginn falinn kostnaður.

 

Hvað þarf eign að hafa til að vera tilbúin fyrir skammtímaleigu?

Til að uppfylla skilyrði reglna um skammtímaleigu þarf að hafa ákveðna hluti til staðar í íbúðinni. Til að uppfylla reglur og hámarka bókanir höfum við útbúið ítarlegan gátlista sem gott er að hafa við höndina þegar er verið að gera íbúðina tilbúna til skammtímaleigu. Við aðstoðum við að gera íbúðina tilbúna þannig að hún uppfylli í senn reglur um skammtímaleigu og kröfur gestanna.

Hvað get ég gert ef eignin verður fyrir skemmdum í útleigu?

Ef notast er við markaðssíður á borð við Airbnb þá er hægt að senda inn kröfu (e. claim) ef gestir hafa skemmt eitthvað í eigninni. Við mælum þá alltaf með því að þú hafir samband við þitt tryggingarfélag og sjáir hvaða tryggingar eru í boði fyrir eignir í skammtímaleigu. Við stærra tjón eru líkur á að það falli undir almenna heimilistryggingu og aðstoðum við einnig við það.

 

Á hvaða svæðum starfar Dekura?

Við störfum á allri eyjunni Gran Canaria. Fyrir upplýsingar um þjónustu á Íslandi, vinsamlegast heimsækið dekura.is.

 

Hvernig verðleggið þið eignina mína?

Við notumst vid sérhæfðan hugbúnað sem mælir framboð og eftirspurn á því svæði sem þín eign er á ásamt því að styðjast við áralanga reynslu á sviði verðstýringar. Við finnum besta verðið sem miðar að því að hámarka nýtingu og tekjur af eigninni.

Þarf ég að greiða skatta af leigutekjunum?

Greiða þarf skatt af tekjum vegna skammtímaleigu (vivienda vacacional). Við komum eigendum fasteigna á Gran Canaria í samband við endurskoðanda sem aðstoðar við skattskil og uppgjör og hvernig skal telja tekjurnar fram á Íslandi. Tvísköttunarsamningur er í gildi milli Íslands og Gran Canaria og því greiðist aðeins skattur á Spáni af þessum tekjum. Athugið að kostnaður vegna viðhalds og þjónustu við eignina er frádráttarbær frá skatti.

 

Er þjónusta Dekura fyrir mig?

Við höfum áralanga reynslu af rekstri útleigueininga allt frá litlum íbúðum uppí stór gistiheimili. Því er ekkert verkefni of smátt eða stórt.

 

Hvers vegna ætti ég að eiga viðskipti við Dekura?

Við erum lítið en öflugt fyrirtæki með yfir fimm ára reynslu af skammtímaleigu eigna og öllu sem því fylgir. VIð leggjum mikið upp úr því að veita persónulega og góða þjónustu og erum með teymi af sérhæfðu starfsfólki sem veitir bestu þjónustu sem völ er á.

Hafðu samband!

Við förum yfir málin með þér, án skuldbindingar.